Ertu með spurningar?
- Hikaðu ekki við að hafa samband og spyrja.
Smátt en læsilegt letur
- Ferðakostnaður bætist við sé farið út fyrir höfuðborgarsvæðið.
- Öll verð eru með virðisaukaskatti.
- Ég held höfundar- og birtingarrétti að öllum myndum nema um annað sé samið.
- Ég áskil mér rétt til að birta myndir úr myndatökum hér á vefnum og á Facebook síðu minni, nema um annað sé samið.
- Verðskráin getur breyst án fyrirvara.
- Verð og lýsingar á pökkum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Innifalið í öllum brúðkaupspökkum
- Ráðgjöf í síma eða í eigin persónu.
- Gott er að gera ráð fyrir minnst klukkutíma í brúðkaupsmyndatökuna. Enn betra er ef hægt er að gera ráð fyrir 90 mínútum eða jafnvel lengri tíma.
- Myndatakan fer fram á fyrirfram ákveðnum stað sem við komum okkur saman um, þó ekki í stúdíói.
- Sumar myndir í bókinni verða í lit, aðrar í svarthvítu, allt eftir því sem kemur best út hverju sinni.
- Myndirnar eru afhentar í vandaðri og eigulegri bók í stærðinni 28×33 cm.
- Myndirnar eru einnig afhentar á USB minnislykli; fullunnar JPG skrár – annars vegar í prentupplausn, og hins vegar í vefupplausn með vatnsmerki. Óskað er eftir því að það séu merktu myndirnar sem fara á samfélagsmiðla.
- Ekkert hámark er á fjölda leyfilegra útprentana.
- Æfingamyndataka (sem áður kallaðist trúlofunarmyndataka) fylgir Brúðkaupi IV sem viðbót. Það er sjálfsagt mál að sleppa henni, en það kemur þó ekki til lækkunar á verði pakkans. Nánar um æfingamyndatökuna.
- Hægt er að bæta æfingamyndatöku við Brúðkaup I, II og III á aðeins kr. 45.000, og þá fylgja myndirnar með í brúðkaupsmyndabókinni.
Er ferming eða útskrift framundan?
- Kíktu á verð á öðrum myndatökupökkum.