• 28/07/2015

ÍslenskaEnglish
Alena og Robert eru frá Slóvakíu. Í lok júní giftu þau sig hjá Sýslumanni og voru, að sögn, fyrstu Slóvakarnir til að gera slíkt. Ísland er í miklu uppáhaldi hjá þeim svo þau vildu fá af sér myndir í íslenskri náttúru. Þar kom ég til sögunnar.

Þau höfðu samband við mig fyrir nokkrum mánuðum síðan, sögðust vilja myndir af sér við nokkra vel valda staði á Suðurlandi (Seljalandsfoss, Skógafoss og Dyrhólaey). Ég lagði til einn stað til viðbótar og svo komum við okkur saman um hvenær myndatakan ætti að fara fram.

Að morgni 2. júlí sótti ég þau í miðbæ Reykjavíkur og við lögðum af stað. Með í för var konan mín, hún Hófí, sem aðstoðaði mig við tökuna. Fyrir utan að halda og færa til ljós eftir því sem þurfti, þá stýrði hún hjónakornunum m.a. við Skógafoss þegar ég var nokkra tugi metra í burtu og gat ómögulega sagt þeim hvar þau ættu að vera eða hvað þau ættu að gera.

Stoppistöðvarnar urðu mun fleiri en upphaflega var áætlað: Hellisheiði, Seljalandsfoss, Skógafoss, tvisvar úti í vegkanti, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Skeiðflatarkirkja, Reynisfjara og Dyrhólaey. Við gáfum okkur góðan tíma í þetta og það voru sæl og glöð brúðhjón sem við skiluðum aftur gististaðinn sinn u.þ.b. ellefu klukkustundum eftir að við sóttum þau þangað.

En látum nú myndirnar tala sínu máli.

Alena and Robert are a couple from Slovakia. At the end of June they got  married in Iceland, one of their favourite countries to visit. They wanted their wedding photos taken in Icelandic nature, and that’s where I came in.

They contacted me a few months earlier, saying they wanted wedding photos at three choice places on the southern coast of Iceland. I suggested one more, and then we decided on a date for the shoot.

On the morning July 2, I picked them up in downtown Reykjavik and we headed off. My wife came along as an assistant, and was sort of my remote control at places like Skógafoss waterfall, where she was able to tell them where to be and what to do, while I stood (or crouched) dozens of yards away.

Our stops ended up being far more than we initally planned: Nine instead of four, including Seljalandsfoss, Reynisfjara, Sóleheimasandur, Hellisheiði, Dyrhólaey and Skeiðflatarkirkja. We took our time, and eleven hours after we picked the newlyweds up at their guesthouse, we brought them back.

And now for some photos.

Oh, one more thing: Check out my other site, Icelandic Wedding Photos.

Loka