• 12/09/2013

Snorri Kristjánsson, rithöfundur og gamall vinur minn, var að gefa út sína fyrstu skáldsögu nú í sumar.  Bókin sú ber titilinn Swords of Good Men, og eins undarlega og það kann að hljóma stendur ekki til að gefa bókina – sem Snorri skrifaði á ensku – út á íslensku.  En svo er nú það.  Sem betur fer get ég stautað mig fram úr ritaðri ensku, og get hiklaust mælt með þessari bók.  Hún er fyrsti hlutinn í þríleik, og ég er strax farinn að hlakka til að fá næstu bók í hendur.

Annars vildi svo vel til að bókin kom út í Bretlandi stuttu eftir að ég flutti aftur til Íslands, og forskot var tekið á sæluna með útgáfuteiti í Nexus. Þar las Snorri upp úr bókinni fyrir fjölda áhugasamra áheyrenda sem síðan keyptu eintak og fengu það áritað.  Ég tók nokkrar myndir á staðnum og ein þeirra rataði inn í The Reykjavík Grapevine.

Rithöfundurinn nýbakaði bað mig svo um að taka nokkrar myndir af sér, sem ég gerði með glöðu geði nokkrum morgnum síðar, fyrst í Sædýrasafnshrauninu í Hafnarfirði og svo niðri í fjöru rétt hjá Sundhöll Hafnarfjarðar.

 

Snorri Kristjansson, the viking author

Icelandic author Snorri Kristjansson, who is also an old friend of mine, published his first novel this summer.  It’s titled Swords of Good Men, and as silly as it may sound, there are as of yet no plans to publish it in Icelandic.  Fortunately for me, I’m capable of rummaging through English text, and I can recommend this book without any hesitation.  It’s the first part of a trilogy, and I’m already looking forward to get the next book.

It so happened that the book’s publish date in the UK was shortly after I moved back to Iceland.  Nexus, an entertainment store specializing in comics, role playing games, fantasy and such, took a head start, and Snorri was there to read from his book, sell some copies and sign them.  I took some photos there, and one of them ended up in The Reykjavik Grapevine.

The newly minted author then asked me to take a few “author” photos of him, which I happily did a few mornings later, first in a moss covered lava field and then down by the ocean.

 

Snorri les upp úr bókinni Swords of Good Men í versluninni Nexus.
Snorri les upp úr bókinni Swords of Good Men í versluninni Nexus.
Snorri rosalega hugsi.
Snorri rosalega hugsi.
Snorri í hrauninu.
Snorri í hrauninu.
Snorri hugsi úti í hrauni.
Snorri hugsi úti í hrauni.
Snorri hugsi.
Snorri hugsar út í loftið.
Snorri sposkur í fjörunni.
Snorri sposkur í fjörunni.
Loka