Hvers vegna ættir þú að fara í trúlofunarmyndatöku (nú eða kærustuparsmyndatöku) með ástinni þinni?
Ef þið eruð óvön eða pínu stressuð fyrir framan myndavél, þá er þetta tilvalin leið til að hrista það af sér.
Þetta er frábær leið fyrir okkur að kynnast aðeins – betur en við næðum að gera í einu símtali eða á fundi á kaffihúsi. Þið áttið ykkur á því hvernig ég vinn, ég kemst að því hvað fær ykkur til að brosa og hlæja, og ég sé hvor er “betri hliðin” fyrir myndavélina. Fyrir vikið verður myndatakan á sjálfan brúðkaupsdaginn stresslaus og enn ánægjulegri en ella.
Það er tilvalið að miða þessa myndatöku við prufugreiðslu og -förðun, þið klárið svo auðvitað daginn á því að fara út að borða eða í leikhús – gerið þetta að frábærum stefnumótsdegi.
Síðast en ekki síst er fókusinn einungis á ykkur í þessari myndatöku – þið fáið að vera kærustupar eins og Nataliya og Sergei hér fyrir neðan. Ég fékk einmitt þann heiður að mynda þau líka þegar þau giftu sig á Maui rúmu ári eftir þessa myndatöku.
Fljótlega eftir myndatökuna fáið þið nokkrar myndir afhentar í vefupplausn, og svo fáið þið alls 20 myndir úr tökunni afhentar um leið þið fáið brúðkaupsmyndirnar. Myndirnar verða afhentar á geisladiski í prent- og vefupplausn, og trúlofunarmyndunum verður bætt við brúðkaupsmyndabókina.
Eins og kemur fram í verðskránni er trúlofunarmyndataka innifalin í brúðkaupspakka IV.